Meirihluti bæjarráðs í Kópavogi samþykkir tillögu um 30% lækkun leikskjólagjalda

Leikskólabörn í Kópavogi syngja í tilefni 50 ára afmælis bæjarins …
Leikskólabörn í Kópavogi syngja í tilefni 50 ára afmælis bæjarins í fyrra. Morgunblaðið/ Eyþór

Meirihluti bæjarráðs Kópavogs ákvað á fundi sínum í dag að lækka leikskólagjöld hjá Kópavogsbæ um 30% að tillögu meirihluta leikskólanefndar. Bæjarráð segir ákvörðunina hafa verið tekna með hliðsjón af góðum rekstri bæjarsjóðs.

Í tilkynningu frá skrifstofu bæjarstjóra segir að það hafi verið „stefna meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að í Kópavogsbæ sé bæði best og hagstæðast að búa fyrir fjölskyldufólk og aðra íbúa“. Hlutur foreldra í kostnaði vegna reksturs leikskóla í Kópavogi sé nú um 11,6%, fæðisgjöld 4,4% og hlutur bæjarsjóðs 84%.

Fyrirhuguð er opnun nýs leikskóla þann 1. júní næstkomandi í Kórahverfi, en það verður sex deilda leikskóli sem mun rúma um 120 börn. Einnig stendur til að ljúka stækkun leikskólans Marbakka á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert