Meirihlutinn heldur velli í Kópavogi samkvæmt Gallup könnun

Töluverð breyting er á fylgi flokkanna í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 27. maí, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup og greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu. Framsóknarflokkurinn fékk 28% fylgi í kosningunum 2002 en fær einungis 8% nú, samkvæmt könnuninni. Framsókn fékk þrjá bæjarfulltrúa í síðustu kosningum en fær einn nú. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar heldur þó velli samkvæmt könnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert