Sjálfstæðisflokkur með hreinan meirihluta í Kópavogi samkvæmt könnun

Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta í Kópavogi í kosningunum á laugardag samkvæmt könnun, sem Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarpið og birt var í Sjónvarpinu í kvöld. Flokkurinn fær 6 fulltrúa af 11 samkvæmt könnuninni og bætir við sig einum manni en Samfylkingin fær þrjá menn og tapar einum. Framsóknarflokkur fær 1 mann samkvæmt könnuninni og Vinstrihreyfingin-grænt framboð sömuleiðis.

Sjálfstæðisflokkurinn fær 53,1% fylgi en hafði 44% í síðustu könnun Gallup sem gerð var 13. maí. Samfylking mælist með 24,5% fylgi og tapar 10 prósentum frá síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins eykst úr 8% í 12,4% og fylgi VG mælist 10%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert