Keyrði á brott með aparólu á ómerktum bíl

Lögregla hafði í nógu að snúast í dag.
Lögregla hafði í nógu að snúast í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla hafði í nógu að snúast í dag og var þó nokkuð um útköll vegna innbrota og þjófnaðs.

Samkvæmt dagbók lögreglu barst tilkynning um einstakling sem tók niður aparólu á leiksvæði í hverfi 104 og keyrði á brott með hana. Kom síðar á daginn að um væri að ræða þjónustuaðila á ómerktri bifreið sem hafði tekið róluna niður til viðgerðar.

Þá var lögregla kölluð út vegna innbrots í skóla í Vesturbæ og innbrot í verslun í miðbæ.

Einnig var tilkynnt um þjófnað úr matvöruverslun í Grafarholti. 

Ölvunarástand og stungið á dekk

Þá barst tilkynning um þrjú dekk sem búið var að stinga gat á í Hlíðarhverfi og um eld í gámi í Kópavogi. 

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í nokkrum tilfellum vegna annarlegs ástands einstaklinga. Hafði lögregla m.a. afskipti af einstaklingi í stigagangi í fjölbýlishúsi og ökumanni bifreiðar.

Var ökumaðurinn handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna en einstaklingurinn í stigaganginum gekk leiðar sinnar eftir samtal við lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert