Klára að uppfæra sáttmálann á næstu vikum

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu getur verið þung.
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu getur verið þung. mbl.is/Árni Sæberg

Uppfærslu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verður lokið á næstu vikum. Þetta segir Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH).

Verkefnið átti að klárast síðasta sumar en það hefur dregist á langinn. 

„Hálfgerð vonbrigði“

„Þetta gengur ágætlega núna en það eru hálfgerð vonbrigði hvað þetta hefur tekið langan tíma. En að sama skapi er þetta mjög vandasamt. Það er verið að vanda til verka í áætlanagerðinni og uppfærslunni á framkvæmdaáætluninni og ýmis álitamál koma eðlilega upp í svona samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga,” segir Páll Björgvin, spurður út í ganginn verkefninu.

Hann segir það komið mjög langt á veg en að enn eigi eftir að klára umræðu um veigamikla þætti, annars vegar varðandi það hvernig framkvæmdaáætlunin skuli kláruð og hins vegar um fjármögnunina.

„Það skiptir mál að þetta fari að klárast en það þarf að vanda til verka líka og þetta er ekki einfalt verkefni,” bætir Páll Björgvin við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert