Sænsk tillaga bar sigur úr býtum

Samkeppninni um þróun Keldnalandsins er nú lokið.
Samkeppninni um þróun Keldnalandsins er nú lokið. Ljósmynd/Alta

Tillaga sænsku arkitektastofunnar Fojab bar sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni um þróun Keldnalands.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og formaður nefndar um þróun Keldnalands, tilkynnti þetta á fundi Reykjavíkurborgar og Betri samgangna í Ráðhúsi í Reykjavíkur í dag. Þar var einnig opnuð sýning á þeim fimm tillögum sem komust í seinna þrep samkeppninnar.

Í samkeppninni var gert ráð fyr­ir að lág­marki 10 þúsund manna byggð á svæðinu og að 5 þúsund manns starfi þar. Í seinni um­ferð keppn­inn­ar var ákveðið að sjá hvernig hönn­un­ar­stof­ur myndu skipu­leggja svæðið miðað við að lág­marki 15 þúsund íbúa.

Fojab hlaut 536 stig í fyrsta sætinu en tillagan sem lenti í öðru sæti hlaut 420 stig. 36 tillögur tóku þátt í fyrri umferð samkeppninnar en fimm voru síðan valdar fyrir seinni umferðina.

Keldna­landið er um 116 hekt­ar­ar og miðað við tíu þúsund íbúa yrði þéttni þar um 70% meiri en í Grafar­holt­inu, eða 86 íbú­ar á hekt­ara sam­an­borið við um 50 íbúa á hekt­ara í Grafar­holti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert