B5 lokar: Fjörið „komið yfir á Exit“

B5 mun ekki opna aftur eins og til stóð.
B5 mun ekki opna aftur eins og til stóð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skemmtistaðurinn B5 hefur lokað dyrum sínum og mun ekki opna aftur eins og til stóð. 

Þetta staðfestir Sverrir Einar Eiríksson, veitingamaður og eigandi staðarins í samtali við mbl.is, en hann kveðst segja skilið við Bankastrætið í góðri sátt við leigusala. 

Að sögn Sverris þurfa djammarar Reykjavíkur þó ekki að örvænta enda muni hann halda fjörinu gangandi á skemmtistaðnum Exit, sem hann hefur ákveðið að einbeita sér að. 

„Þetta var bara mesta fjör sem ég hef upplifað á B5 en nú er það bara komið yfir á Exit.“ 

Sverrir Einar Eiríksson og Vesta Minkutu eigendur staðarins.
Sverrir Einar Eiríksson og Vesta Minkutu eigendur staðarins.

Ekki átt sjö dagana sæla

Lögreglan innsiglaði nýverið þrjú fyrirtæki Sverris að beiðni skatta­yf­ir­valda: B5, Exit og Nýju vín­búðina. Hafa Nýja vínbúðin og Exit verið opnuð að nýju. 

Auk þess var hóteli Sverris, Brim, ítrekað lokað og gest­um vísað burt þar sem að hót­elið skort­i til­skil­in rekstr­ar­leyfi frá sýslu­manni. Aðspurður segir Sverrir hótelið nú hafa tilskilin leyfi og kveðst horfa jákvæður fram á við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert