Fjölbreytileiki fyrirtækjum í hag

Taylor ber ábyrgð á upplifun starfsfólks Nasdaq um allan heim.
Taylor ber ábyrgð á upplifun starfsfólks Nasdaq um allan heim. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allar samfélagshreyfingar þurfa á bandamönnum að halda og án bandamanna hinsegin hreyfingarinnar væri hún ekki á þeim stað sem hún er í dag.

Þetta kom fram í máli Richards Taylor, vara­for­seta innan mannauðsdeildar Nas­daq-kaup­hall­ar­inn­ar, á hádegisfundi Hinsegin daga og Nasdaq á Þjóðminjasafninu í dag. Taylor ber ábyrgð á upplifun starfsfólks Nasdaq um allan heim og segir bandamenn minnihlutahópa afar mikilvæga.

Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafnsins var þétt setinn á hádegisfundi Hinsegin daga og …
Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafnsins var þétt setinn á hádegisfundi Hinsegin daga og Nasdaq. mbl.is/Kristinn Magnússon

Taylor segir ekki nóg fyrir starfsfólk og stjórnendur að „þola“ (e. tolerate) hinsegin fólk, heldur verði fólk að vera virkir bandamenn þeirra og að hjá Nasdaq fái allir þjálfun í því hvernig það geti staðið með minnihlutahópum.

Þá sé það fyrirtækjum í hag að hafa fjölbreyttan starfshóp, enda séu bandamenn minnihlutahópa, svo sem hinsegin fólks, mun líklegra til að vilja vinna fyrir og stunda viðskipti við fyrirtæki sem bjóði alla velkomna.

Svandís Anna Sigurðardóttir og Hanna Katrín Friðriksson tóku þátt í …
Svandís Anna Sigurðardóttir og Hanna Katrín Friðriksson tóku þátt í pallborði að erindi Taylor loknu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert