Vara við hugsanlegum hryðjuverkum í Moskvu

Lögregla og þjóðvarðlið í Moskvu. Aðvörunin sem bandaríska sendiráðið gaf …
Lögregla og þjóðvarðlið í Moskvu. Aðvörunin sem bandaríska sendiráðið gaf út og Bretar tóku undir hvetur Bandaríkjamenn til að forðast margmenni næstu tvo sólarhringa. AFP

Sendiráð Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi hafa varað við því að hryðjuverkaárás gæti átt sér stað í Moskvu næsta sólarhringinn. Tilraun til hryðjuverka var stöðvuð í Rússlandi í gær.

Aðvörunin sem bandaríska sendiráðið gaf út og Bretar tóku undir hvetur Bandaríkjamenn til að forðast margmenni næstu tvo sólarhringa.

The Telegraph greinir frá.

Stöðvuðu hugsanlega hryðjuverkaárás í gær

Sendiráðið sagði í yfirlýsingu að það væri að skoða gögn sem bendi til þess að öfgamenn hafi áform um að herja á stórar samkomur í Moskvu, til að mynda tónleika. Yfirlýsingin tilgreinir ekki hvers konar hótanir er um að ræða eða hverjir gætu staðið á bak við þær.

Rússneska leyniþjónustan (FSB) sagði í gær að starfsmenn leyniþjónustunnar hefðu komið í veg fyrir hugsanlega hryðjuverkaárás Ríki íslams á samkunduhús gyðinga í Moskvu, en ríkisfjölmiðlar greindu frá því að hryðjuverkamennirnir sem stóðu að baki atlögunni hefðu verið drepnir.

Ekki er vitað hvort atvikin tengjast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert