Faldi tvö kíló af kókaíni í fléttunum

Konan var gripin með um tvö kíló af kókaíni.
Konan var gripin með um tvö kíló af kókaíni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kona á þrítugsaldri hefur verið dæmd í átján mánaða fangelsi eftir að hafa verið gripin af tollinum í Gvadelúpeyjum í karabíska hafinu með um tvo kíló af kókaíni í fléttuhárlengingum  sínum.  

Konan er frá Gvæjana í Suður-Ameríku og var gómuð í mars síðastliðnum. 

Slanga og fléttuhárlengingum 

Konan geymdi fíkniefnin í slöngum sem hún vafði fléttuhárlengingum utan um að sögn tollstjóra þar í landi í samtali við fréttastofu AFP. 

Er henni gert að sæta 18 mánaða fangelsi og var sektuð um 30.000 evrur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert