Hvernig á að ræða við ungmenni um áfengi?

Ungmennadrykkja er vandmeðfarið málefni.
Ungmennadrykkja er vandmeðfarið málefni. mbl.is/Instagram

„Það kunna að vera margar ástæður fyrir drykkju ungmenna,“ segir Hayley van Zwanenberg barnageðlæknir í Oxford. 

„Þau gætu verið að reyna að bregðast við streitu, passa inn í hópinn eða vegna þess að þau sjá foreldra sína skemmta sér með áfengi eða sem leið til þess að glíma við aðstæður. Þau halda þá að áfengisdrykkja sé eðlilegur hluti af lífinu,“ segir Zwanenberg.

Hún leggur til þess að foreldrar íhugi vandlega áfengisneysla birtist börnunum frá unga aldri. „Það þarf að passa sérstaklega upp á að þau sjái þetta ekki sem eitthvað sem maður leiti í þegar lífið verður erfitt.“

Er í grunninn eitur

„Það þarf að ræða þessa hluti við þau þegar þau eru ung og um allar neikvæðu hliðar áfengis. Þetta er í grunninn eiturefni og gerir líkamanum ekkert gott á neinn hátt. Þá getur það haft neikvæð áhrif á tilfinningar manns. Maður getur orðið háður áfengi á tiltölulega skömmum tíma.“

„Reynið að hafa ekki áfengi á heimilinu. Sérstaklega ekki sterkt áfengi sem auðvelt er að þynna með vatni, þannig að það lítur út eins og enginn hafi drukkið úr flöskunni.“

„Ef þú kemst að því að barnið hefur verið á drekka þá er mikilvægt að halda ró sinni og tala um málið þegar þau eru edrú á rólegan og yfirvegaðan hátt. Umræðan verður að vera uppbyggileg og forðast skal ásökunartón.“

Nota göngutúrinn í spjall

„Það er gott að eiga þessar umræður á réttan hátt. Til dæmis að spjalla meðan maður er í gönguferð eða bíltúr. Þá er minna sem truflar og maður þarf ekki að vera í stöðugu augnsambandi.“

„Það er mikilvægt að setja sig í þeirra fótspor og skilja allan utanaðkomandi þrýsting sem fylgir nútímanum eins og til dæmis samfélagsmiðlar. Það er t.d. hægt að spyrja hvernig vinunum líður, hvort þeir séu að drekka. Þá er ekki verið að ásaka þau um drykkju.“

Hrósa og vera uppbyggileg

„Verið viss um að hrósa þeim fyrir hvað þau eru skynsöm og að þú treystir þeim til að taka góðar ákvarðanir og sért afar stolt foreldri.“

„Það er hægt að vera forvitinn án þess að ásaka. Það er t.d. hægt að spyrja hvort þau hafi bragðað áfengi, hvort það hafi verið mikið og hvernig þeim hafi liðið. Þá er hægt að segja ýmsar reynslusögur af ungu fólki, góðar eða slæmar án þess að detta í það að halda fyrirlestur um drykkju.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert