Telma nefbrotin

Telma Ívarsdóttir í leik gegn Keflavík í 1. umferð.
Telma Ívarsdóttir í leik gegn Keflavík í 1. umferð. Kristinn Magnússon

Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, nefbrotnaði í leik Breiðabliks og Tindastóls í Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í dag. 

Telma og Jakobína Hjörvarsdóttir, samherji Telmu, lentu í samstuði undir lok leiksins en Breiðablik sigraði 4:0. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks,  staðfesti við Mbl.is eftir leik að Telma væri nefbrotin en hún var sótt af sjúkrabíl í leikslok.

Telma spilaði síðustu tíu mínútur leiksins þrátt fyrir nefbrotið. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka