Segir herinn hafa endurheimt 8.000 ferkílómetra

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu segir að Úkraínumönnum hafa tekist að endurheimta átta þúsund ferkílómetra af landsvæði frá því að gagnsókn þeirra hófst.

Þetta kom fram í daglegu ávarpi forsetans í gærkvöldi. CNN greinir frá en ekki er búið að staðfesta fullyrðingar forsetans.

Kvöldið áður hafði Selenskí fullyrt að Úkraínuher væri búinn að endurheimta sex þúsund ferkílómetra. Þá sagði hann að megnið af því svæði sem búið væri að vinna aftur í þessum mánuði væri í norðausturhluta landsins og í suðrinu.

Volodimir Selenskí forseti Úkraínu.
Volodimir Selenskí forseti Úkraínu. AFP/Yalta European Strategy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert