Yousaf sagði af sér

Humza Yousaf, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur sagt af sér embætti.
Humza Yousaf, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur sagt af sér embætti. AFP/Andrew Milligan

Forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, Humza Yousaf, hefur sagt af sér embætti. Tvær vantrauststillögur vofðu yfir ráðherranum og greip hann því til þessa ráðs.

Á blaðamannafundi nú fyrir stundu sagði hann eftirfarandi:

„Það hefur verið meiri heiður en orð fá lýst að fá að hafa verið forsætisráðherra landsins sem ég elska, í landinu þar sem ég er að ala upp fjölskyldu mína og eina landinu sem ég mun nokkurn tíma kalla heimili mitt.“

Þótti blaðamannafundurinn mjög tilfinningaþrunginn. Yousaf bætti við, „fólk sem lítur út eins og ég voru ekki í áhrifastöðum í stjórnmálum.“

Hann benti á að nú sé fyrsti hindúinn forsætisráðherra Bretlands, borgarstjórinn í Lundúnum sé múslimi og forsætisráðherra velsku heimastjórnarinnar sé svartur á hörund.

Í frétt BBC, kemur fram að Yousaf hafi sagt að allir ættu að fagna árangri fjölmenningar í Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert