Faldi kókaín innvortis

Konan flutti inn 147 grömm af kókaíni.
Konan flutti inn 147 grömm af kókaíni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrítug kona, Laura-Georgiana Nicoloff, hefur verið dæmd í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa flutt inn til landsins með flugi 147 grömm af kókaíni ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Fíkiniefnin faldi hún innvortis.

Málið höfðaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 22. mars.

Konan játaði brotið en hún hafði ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi hér á landi.

„Af rannsóknargögnum verður ekki séð að ákærða hafi verið eigandi fíkniefnanna eða skipuleggjandi. Ákærða gaf hins vegar ótrúverðugar skýringar á því hvernig fíkniefni komumst í hennar fórur,” segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness.

Auk þriggja mánaða dóms var konunni gert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, um 177 þúsund krónur, auk um 97 þúsund króna í annan sakarkostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert