Tveir Úkraínumenn myrtir í Þýskalandi

Mennirnir voru myrtir í verslunarmiðstöð í Bæjaralandi.
Mennirnir voru myrtir í verslunarmiðstöð í Bæjaralandi. Ljósmynd/Colourbox

Tveir úkraínskir karlmenn voru stungnir til bana í suðurhluta Þýskalands í gærkvöld og var rússneskur maður handtekinn en hann er grunaður um verknaðinn.

Úkraínumennirnir tveir, sem voru 23 og 36 ára gamlir og bjuggu í sýslunni Garmisch-Partenkirchen í suðurhluta Þýskalands, voru myrtir í verslunarmiðstöð í þorpinu Murnau í Bæjaralandi.

Skömmu eftir morðin á laugardagskvöld handtók lögreglan 57 ára gamlan Rússa grunaðan um morðin, að því er þýska fréttastofan dpa greindi frá.

Meira en ein milljón úkraínskra flóttamanna hefur komið til Þýskalands síðan Rússar hófu innrás í Úkraínu árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert