Belgía sækir börn og mæður úr varðhaldi í Sýrlandi

AFP

Tíu börnum og sex mæðrum sem hafa verið í varðhaldsbúðum fyrir jíhadista í Sýrlandi hefur verið flogið til heimalandsins Belgíu. 

Um er að ræða stærsta flutning erlendra ríkisborgara frá Sýrlandi til síns heimalands frá því að Ríki íslam féll í Sýrlandi árið 2019. 

Hundruð Evrópubúa sem ferðuðust til Sýrlands til að ganga í raðir hryðjuverkasamtakanna, þeirra á meðal börn og konur, eru nú fastir í varðhaldsbúðum og fangelsum á vegum Kúrda í norðurhluta Sýrlands. 

Mörg lönd Evrópu hafa ekki leyft ríkisborgurum sínum að snúa aftur, en yfirvöld í Belgíu vilja sækja ung börn. Þrjár mæður og sjö börn hafa hafnað boði stjórnvalda um að snúa aftur til Belgíu samkvæmt BBC

Búist er við því að mæðurnar verði handteknar og ákærðar fyrir hryðjuverk við komuna til Belgíu og börnunum veitt umönnun. 

Alexander de Croo, forsætisráðherra Belgíu, tilkynnt í mars að „allt yrði gert“ til þess að endurheimta börn undir 12 ára aldri úr varðhaldsbúðum og af barnaheimilum í Sýrlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert