Réttarhöld vegna valdaránstilraunar í Þýskalandi

Einn af níu þeirra sem grunaðir eru um að hafa …
Einn af níu þeirra sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í skipulagningu valdaránstilraunarinnar leiddur fyrir dóm í Stuttgart í dag. AFP/Bernd Weißbrod

Fyrstu réttarhöldin í umfangsmiklum málaferlum gegn félögum meints hægri-öfgahóps, sem grunaðir eru um að hafa skipulagt umfangsmikil hryðjuverk með það að markmiði að steypa þýsku ríkisstjórninni af stóli, hófust í Stuttgart í dag. 

Níu manns úr hópnum, sem er undir forystu viðskiptamannsins Heinrich XIII Reuss, munu mæta fyrir dóminn í dag.

Á meðal þeirra er sérsveitarmaður, fyrrverandi hægriflokksmaður, stjörnuspekingur og þekktur matreiðslumaður. 

Mikil öryggisgæsla er viðhöfð vegna málsins.
Mikil öryggisgæsla er viðhöfð vegna málsins. AFP/Bernd Weißbrod

Réttarhöldin fara fram á þremur stöðum

Níumenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa undirbúið valdarán til að steypa af stóli þýsku ríkisstjórninni, en um er að ræða eitt stærsta nýlega málið í þýskalandi er varðar ofbeldi öfgahægrimanna.

Embættismenn í landinu segja að slík mál séu orðin ein stærsta öfgaógnin í landinu.

Allir huldu þeir grunuðu andlit sitt á leið inn í …
Allir huldu þeir grunuðu andlit sitt á leið inn í réttarsalinn. AFP/Bernd Weißbrod

Vegna umfangs réttarhaldanna og þarfar á aukinni öryggisgæslu er réttað í málinu í þremur mismunandi dómum í þýskalandi. 

Réttarhöld yfir Reuss, sem átti að verða settur í embætti þjóðhöfðingja eftir meint valdarán, fara fram í Frankfurt í maí, en þriðju réttarhöldin hefjast í München í júní.

Mennirnir voru leiddir inn einn af öðrum.
Mennirnir voru leiddir inn einn af öðrum. AFP/Bernd Weißbrod
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert