Framburður mannræningja ótrúverðugur

Tommy Brøske, rannsóknarlögreglumaður í Lillestrøm, stýrði fundinum.
Tommy Brøske, rannsóknarlögreglumaður í Lillestrøm, stýrði fundinum. AFP

Lögreglan í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen hafi verið myrt. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu í hádeginu. Yfirvöld vilja ekki gefa upp hvort einhver liggur undir grun, en ljóst er að samskipti við meinta mannræningja hafa farið fram á norsku.

Anne-Elisabeth Hagen hvarf sporlaust af heimili sínu í október og hefur verið leitað síðan. Fyrst var talið að hún hefði verið numin á brott og heimtuðu meintir mannræningjar lausnargjald. Í júní var greint frá því að lögregla teldi ólíklegt að Anna-Elisabeth væri í raun á lífi. Hún hefði sennilega verið myrt og mannránið sviðsett.

Fyrr í dag kom fram á blaðamannafundi ættingja Önnu-Elisabeth að mannræningjarnir meintu hefðu verið í samskiptum við þá og mannræningjarnir fullvissað eiginmanninn, milljarðamæringinn Tom Hagen, um að konan væri enn á lífi þrátt fyrir að geta ekki fært á það neinar sönnur. Sagði Svein Holden, lögmaður fjölskyldunnar, á fundinum að það kæmi sér á óvart ef lögregla útilokaði enn, miðað við þessar vendingar, að Hagen gæti verið á lífi.

Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu í lok október, og …
Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu í lok október, og hefur sennilega verið saknað álíka lengi. AFP

Fyr­ir helgi greindi norska dag­blaðið VG frá því að heim­ild­ir blaðsins hermdu að eig­inmaður­inn hefði greitt tíu millj­ón­ir norskra króna, um 138 millj­ón­ir ís­lenskra, gegn því að fá staðfest­ingu á að eig­in­kon­an væri á lífi.

Var það þvert á ráðleggingar lögreglu, sem hann hafði áður fylgt, um að ekki skyldi greiða lausnargjald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert