Tugir reyna að leysa ráðgátuna 3 árum síðar

Anne-Elisabeth Hagen hvarf á haustdögum 2018.
Anne-Elisabeth Hagen hvarf á haustdögum 2018. AFP

Um 20 til 30 rannsóknarlögreglumenn í austurhluta Noregs eru enn að reyna að leysa ráðgátuna varðandi hvarf Anne-Elisabeth Hagen fyrir þremur árum síðan. Lögreglan telur að hún hafi verið myrt. 

„Við teljum að það sé enn hægt að leysa málið. Það er liggur enginn vafi á því að þetta er erfitt og krefjandi mál. Það er áskorun á margan hátt og þarna eru á ferðinni stór og flókin verkefni sem tekur tíma að leysa,“ sagði Gjermund Hanssen rannsóknarlögreglumaður í samtali við NRK.

Norski fjár­fest­ir­inn, verk­fræðing­ur­inn og millj­arðamær­ing­ur­inn Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, hefur legið undir grun um að standa á bak við hvarfið. Hann hefur vísað því á bug og segist sakna eiginkonu sinnar.

Svein Holden, lögmaður Toms Hagen, segir málið hafa reynst skjólstæðingi sínum og fjölskyldu hans ákaflega erfitt.

„Ég er algjörlega sannfærður um að Tom Hagen verði aldrei dæmdur en ég vona að lögreglan finni þá sem námu Anne-Elisabeth Hagen á brott og að þeir verði dæmdir,“ sagði Holden.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert