Nauðsynleg fræðsla um forleggjara

Atli Örvarsson tónskáld verður meðal fyrirlesara á Kex hosteli um …
Atli Örvarsson tónskáld verður meðal fyrirlesara á Kex hosteli um helgina. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Útón, Útflutningsmiðstöð íslenskrar tónlistar, og STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, halda námskeið um tónlistarforleggjara, „publishing“ eins og það heitir á ensku, á Kex hosteli um helgina, 16. og 17. febrúar. Hefst það kl. 9 á laugardegi og lýkur kl. 16 og kl. 10 á sunnudegi og lýkur kl. 16.30.
Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði er varða tónlistarforleggjara (e. music publishing) fyrir tónlistarmenn, umboðsmenn, og aðra sem áhuga hafa á tónlistariðnaðinum, að því er fram kemur í tilkynningu vegna námskeiðsins.
Þar segir að tónlistarforleggjarar séu ekki útgáfufyrirtæki heldur höfundarréttarfyrirtæki á frjálsum markaði og að lítil hefð sé fyrir tónlistarforleggjurum hér á landi sökum þess að STEF hafi séð um skráningu verka og söfnun tekna fyrir opinberan flutning. „Með minnkandi sölu geisladiska hefur tekjumódel tónlistarfólks færst meira yfir í sölu tónlistar í hverskonar myndefni og flutning á öðrum vettvangi og þar hefur myndast meiri hvati fyrir tónlistarforleggjara að vinna að flutningi á ýmsum vettvangi, meðal annars í myndefni og af öðrum höfundum, sem dæmi,“ segir í tilkynningunni. Hins vegar sé umhverfið að breytast hratt og svokallaðir tónlistarforleggjarar eða „publishing“-fyrirtæki hafi sýnt íslenskum tónlistarmarkaði áhuga í meira mæli en áður. Því sé nauðsynlegt að bjóða upp á frekari fræðslu um fyrirbrigðið áður en fólk fari að skrifa undir samninga. Nokkuð hefur verið um að fólk hafi skrifað undir samninga við tónlistarforlög án þess að leita lögfræðiálits.

Hvert er hlutverk tónlistarforleggjara?
Umræðuefni námskeiðsins verða af ýmsu tagi og þá m.a. rætt um hvert sé hlutverk tónlistarforleggjara, hvaða þjónustu þeir veiti, rætt um samninga við tónlistarforleggjara og hvað beri að varast hvað þá varðar. Þá verður einnig fjallað um hvernig tónlistarforleggjarar koma að leyfissamningum og hljóðsetningarsamningum (sync), vinnu meðhöfunda eða „co-writing“ eins og það heitir á ensku og hverju tónlistarmenn eiga að leita eftir þegar þeir velja sér tónlistarforleggjara.
Margir erlendir fyrirlesarar verða á námskeiðinu, m.a. Kerstin Mangert frá Arctic Rights Management í Noregi, Pam Lewis frá Rudden, Plutonic Group í Bretlandi, Colm O’Herlihy frá hinu íslenska Bedroom Community, Guðrún Björk Bjarnadóttir frá STEF, Atli Örvarsson tónlistarmaður og tónlistarmaðurinn Ben Frost sem býr og starfar hér á landi.
Skráning á námskeiðið fer fram með pósti á netfangið info@stef.is og þarf að gefa upp tengiliðaupplýsingar og kennitölu. Námskeiðið kostar kr. 7.900 og innifalið í því gjaldi er hádegismatur og aðrar veitingar báða dagana en félagar Stefs fá 20% afslátt af námskeiðskostnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav