Laufey geislaði á Met Gala

Laufey var stórglæsileg í kjól eftir fatahönnuðinn Prabal Gurung.
Laufey var stórglæsileg í kjól eftir fatahönnuðinn Prabal Gurung. AFP/ljósmyndari

Einn stærsti tískuviðburður ársins, The Met Gala, var haldinn í gær á Metropolitan-safninu í New York-borg. Margar af frægustu stjörnum í heimi mættu og gengu rauða dregilinn, sem var að vísu myntugrænn á litinn, klæddar glæsilegum og eftirtektarverðum flíkum.

Þemað í ár var Sleeping Beauties: Reawakening Fashion og mátti sjá margar skemmtilegar útfærslur á því.

Tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir var meðal gesta á viðburðinum, en Anna Wintour, ritstjóri tískutímaritsins Vogue, stjórnar gestalistanum og hefur gert lengi. Wintour býður útvöldum einstaklingum úr heimi menningar og lista sem hafa skarað fram úr og vakið einstaka athygli á síðastliðnu ári.

Laufey ásamt Prabal Gurung.
Laufey ásamt Prabal Gurung. AFP/ljósmyndari

Laufey var stórglæsileg í ferskjulituðum síðkjól frá hönnuðinum Prabal Gurung, en Laufey gekk dregilinn ásamt Gurung og stilltu þau sér upp fyrir ljósmyndara. Tónlistarkonan ljómaði og vakti ómælda athygli viðstaddra.

Laufey er orðin þrælvön að ganga rauða dregilinn, en hún tók meðal annars við Grammy-verðlaunum fyrr á þessu ári íklædd glæsilegum kjól frá franska tískuhúsinu Chanel.

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg