18 ára íslenskir tvíburar spila með Johnny Logan

Hildur og Katrín Jónsdóttir eru 18 ára tvíburar sem spila …
Hildur og Katrín Jónsdóttir eru 18 ára tvíburar sem spila á stóra sviðinu í Malmö í kvöld.

Íslensku tvíburasysturnar Hildur og Katrín Jónsdætur munu standa á sviðinu í Malmö í kvöld þegar Eurovision-keppnin fer fram. Þær koma þó ekki nálægt íslenska atriðinu heldur spila á víólur í atriði Johnny Logan. Þessar 18 ára gömlu systur eru fæddar í Svíþjóð en foreldrar þeirra, Jón Erlingur Jónsson og Anna Stefánsdóttir, fluttu til Svíþjóðar áður en stúlkurnar fæddust. Anna er bæklunarlæknir og Jón Erlingur er heimavinnandi. 

„Þær eru búnar að spila frá því þær voru fjögurra ára gamlar og þekkja ekkert annað,“ segir Jón Erlingur faðir stúlknanna.

„Þær eru að fara að taka stúdentspróf hér í Lundi í Svíþjóð nú í vor. Það gengur vel hjá þeim í skóla þó svo þær séu með svona mikið að gera í tónlist. Þær koma mjög mikið fram og eru í þremur sinfóníuhljómsveitum. Þær ferðast líka mikið um Evrópu vegna tónlistarinnar. Þær eru svo vinnusamar að þær láta þetta allt ganga upp og eiga í engum vandræðum með þetta allt og skólann með. Þær kepptu til dæmis í stjörnufræðikeppni hér í Svíþjóð um daginn og Hildur náði þar 2. sæti og fer því ásamt tveimur öðrum til Brasilíu að keppa fyrir hönd Svíþjóðar í heimsmeistarakeppninni í stjörnufræði,“ segir faðir þeirra stoltur. 

Aðspurður hvort fjölskyldan sé dugleg að heimsækja Ísland segir hann svo vera. 

„Við heimsækjum Ísland á hverju ári, svo þær þekkja heimahagana vel. Þar eiga þær eina ömmu sem gott er að koma til,“ segir hann. 

Johnny Logan sigraði Eurovision-keppnina árið 1987 en hér fyrir neðan má sjá hann syngja sigurlagið. Hann er ekki að keppa í Eurovision í ár enda löngu búinn að toppa sig og til þess að það takist sem best koma íslenskir tvíburar honum til hjálpar.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg