Fjórir nýir í eigendahóp KPMG

KPMG.
KPMG. mbl.is/Ófeigur

Nýlega bættust þau Friðrik Einarsson, Hafþór Ægir Sigurjónsson, Margrét Pétursdóttir og Róbert Ragnarsson við eigendahóp þekkingarfyrirtækisins KPMG.

Hjá KPMG starfa um 320 manns á Íslandi og yfir 270 þúsund manns á heimsvísu í yfir 143 löndum.

Friðrik Einarsson hefur starfað á endurskoðunarsviði frá árinu 2005. Hann lauk meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskólanum í Reykjavík og öðlaðist löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2010.

Hafþór Ægir Sigurjónsson starfar á ráðgjafarsviði félagsins þar sem hann hefur stýrt sjálfbærniþjónustunni síðustu ár. Hafþór lauk doktorsprófi í verkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU).

Ljósmynd/Aðsend

Margrét Pétursdóttir hóf nýlega störf hjá KPMG en hún er löggiltur endurskoðandi og starfar á endurskoðunarsviði. Margrét bætist við sterkt sjálfbærniteymi KPMG og mun aðstoða við að leiða þjónustu félagsins við að veita óháða staðfestingu á sjálfbærniskýrslur fyrirtækja.

Róbert Ragnarsson er nýr í eigandahópi KPMG og starfar á ráðgjafarsviði. Hann stundaði meistaranám í stjórnmálafræði við Háskólann í Árósum og Háskóla Íslands, þaðan sem hann útskrifaðist árið 2003.

„Það er okkur mikill fengur að fá þau Friðrik, Hafþór, Margréti og Róbert í eigendahópinn. Öll hafa þau mikla reynslu á sínum sérsviðum og njóta virðingar meðal viðskiptavina og samstarfsfólks. Með þau innanborðs er KPMG enn sterkari bæði út á við og inn á við. Ég óska þeim til hamingju með áfangann og vil bjóða þau velkomin í eigendahóp KPMG,” segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri KPMG.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK