Vilja sigla hljóðlega á lóninu

Fjöldi manna siglir ár hvert um Jökulsárlón á ökutækjum sem …
Fjöldi manna siglir ár hvert um Jökulsárlón á ökutækjum sem hafa þann eiginleika að geta bæði siglt á vatni og landi.

Hugmyndir eru uppi um að rafvæða hjólabátana á Jökulsárlóni en þeir hafa þann sérstaka eiginleika að geta hvort tveggja; siglt á vatni og ekið á landi.

Bátarnir eru í dag knúnir með díselvélum. „Það eru alls konar hugmyndir í gangi en þetta er enn á teikniborðinu,“ segir Ágúst Elvarsson, rekstrarstjóri Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf., í samtali við ViðskiptaMoggann.

Ágúst segir fyrirtækið hafa leitað til samstarfsaðila vegna verkefnisins og til dæmis unnið með fyrirtækinu Icelandic New Energy Ltd. Þar hafi fýsileikinn á því að breyta bátunum verið kannaður og ýmsir hlutir skoðaðir nánar. „Við gerðum grófa áætlun um hvað þyrfti að gera og hvað það kostaði,“ segir Ágúst.

Stór kostur við rafvæðingu flotans er betri hljóðvist. „Það skiptir máli upp á upplifun okkar viðskiptavina að geta siglt nær hljóðlaust um lónið. Bátarnir eru þó ekki mjög hávaðasamir í dag, en óhjákvæmilega heyrist aðeins í díselvélinni.“

Lestu ítarlegri umfjöllun um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK