Skora á stjórnvöld að lækka blómatolla

Fallegt blóm.
Fallegt blóm.

Félag atvinnurekenda hefur skrifað fjármálaráðherra og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra samhljóða erindi og óskað viðræðna við ráðuneyti þeirra um niðurfellingu tolla á blóm. Erindi FA fylgir stuðningsyfirlýsing 25 blómaverslana, -innflytjenda og -verkstæða víða um land.

Á vefsíðu Félags atvinnurekenda er bent á það óhagræði, hátt verð og samkeppnishömlur sem leiði af háum blómatollum. Blómaverslanirnar sem styðja yfirlýsingu FA standa í sameiningu fyrir drjúgum meirihluta blómaverslunar og blómainnflutnings á Íslandi.

Í erindi FA til ráðherranna er bent á að á árunum 2016 og 2017 hafi verið hrint í framkvæmd áformum um að fella niður tolla á öllum vörum nema matvörum. Einhverra hluta vegna hafi tollar á blóm orðið eftir, þótt röksemdir um matvælaöryggi, sem notaðar hafa verið til að réttlæta áframhaldandi tolla á matvörum, eigi augljóslega ekki við um blóm.

FA bendir á hvernig háir tollar stuðli að allt of háu verði á blómum. Blómatollar samanstandi annars vegar af 30% verðtolli og hins vegar stykkjatolli sem leggist á hverja einustu plöntu, sama hvort um er að ræða pottablóm eða afskorin blóm. Þannig leggist á flest innflutt pottablóm 30% verðtollur og 200 króna stykkjatollur.

Nánar er fjallað um málið á vef Félags atvinnurekenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK