Bryan, Garnier & Co kaupir Beringer

Fjárfestingarbankinn Bryan, Garnier & Co hefur keypt Beringer Finance. Í kjölfar kaupanna mun Aðalsteinn Jóhannsson, forstjóri og aðaleigandi Beringer Finance, taka sæti í stjórn bankans og leiða starfsemi hans í alþjóðlegum samrunum, söluferlum og yfirtökum. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans.

Söluferlið hefur tekið langan tíma því 18. júní í fyrra var starfsfólki Beringer Finance tilkynnt að alþjóðlegur banki hefði keypt fyrirtækið.

Aðalsteinn sagði í samtali við ViðskiptaMoggann í september síðastliðnum að ekki væri hægt að greina nánar frá kaupunum fyrr en áreiðanleikakönnun hefði farið fram og samþykki fjármálaeftirlits í fleiri en einu ríki.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK