Landsnet hagnast um 4,3 milljarða

Hagnaður Landsnets á síðasta ári hækkaði úr 28 milljónum dala …
Hagnaður Landsnets á síðasta ári hækkaði úr 28 milljónum dala í 37,1 milljón dali. mbl.is/Rax

Hagnaður Landsnets á síðasta ári nam samtals 37,1 milljón dölum, eða um 4,3 milljörðum íslenskra króna. Árið áður var hagnaðurinn 28 milljón dalir. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði var 61,1 milljónir dala, eða um 7,1 milljarður króna og hækkaði úr 59,3 milljónum dala árið áður. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Haft er eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets, að árið í fyrra hafi verið ár stöðugleika í rekstri félagsins. „„Það er ánægjulegt að sjá að rekstur ársins var samkvæmt áætlun og hagnaður meiri en áður. Ársreikningurinn endurspeglar þær áherslur sem fyrirtækið hefur sett sér en undanfarin ár hefur markviss vinna átt sér stað í að auka stöðugleika í rekstrarumhverfi félagsins ásamt hagræðingu í ferlum og verklagi hjá félaginu. Árangur hagræðingarinnar mun koma enn betur í ljós á næstu árum.“

Þá segir Guðmundur að á þessu ári sé áætlað að framkvæma fyrir 90 milljónir dala og sé það hluti af áformum félagsins til að mæta aukinni eftirspurn eftir raforku. Flutti félagið til að mynda 3% fleiri terawattsstundir á síðasta ári en árið þar áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK