Samsung erfinginn með stöðu sakbornings

Lee Jae-Yong.
Lee Jae-Yong. AFP

Erfingi Samsung-veldisins, Lee Jae-Yong, er með stöðu sakbornings í spillingarmáli sem skekur Suður-Kóreu þessa dagana.  Þing Suður-Kór­eu samþykkti 9. des­em­ber að kæra forseta landsins, Park Geun-Hye, í tengsl­um við málið og fer for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Hwang Kyo-Ahn, með embætt­is­störf henn­ar á meðan rann­sókn stend­ur yfir.

Choi Soon-Sil, upp­nefnd „Ras­pútín Kór­eu“, sem var trúnaðar­vin­kona for­set­ans, Park Geun-Hye, er sökuð um að hafa not­fært sér sam­band þeirra til að knýja fram fjár­fram­lög að and­virði sjö millj­arða króna frá fyr­ir­tæk­jum, m.a. Sam­sung, til stofn­un­ar sem hún stjórn­ar.

Lee er varaformaður stjórnar Samsung Electronics og sonur stjórnarformanns Samsung Group,  Lee Kun-Hee, verður yfirheyrður sem „grunaður“ í tengslum við múturnar, að sögn saksóknara í dag. Yfirheyrslurnar hefjast í fyrramálið og Lee er með stöðu sakbornings, segir Lee Kyu-Chul, talsmaður séstakra saksóknara sem rannsaka málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK