Arnór tekur við Bergischer

Arnór Þór Gunnarsson undir lok leikmannaferilsins hjá Bergischer á síðasta …
Arnór Þór Gunnarsson undir lok leikmannaferilsins hjá Bergischer á síðasta tímabili. Ljósmynd/Bergischer

Arnór Þór Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs þýska handknattleiksfélagsins Bergischer ásamt Markus Pütz út yfirstandandi tímabil.

Handball World greinir frá því að Arnór Þór og Markus taki við störfunum af Jamal Naji og Peer Pütz, sem voru látnir taka pokann sinn í dag.

Akureyringurinn hefur verið einn af aðstoðarþjálfurum Bergischer frá því að hann lagði skóna á hilluna að síðasta keppnistímabili loknu.

Fabian Gutbrod, sem hætti að síðasta tímabili loknu eins og Arnór Þór og tók þá við starfi íþróttastjóra félagsins, verður honum og Peer til aðstoðar.

Bergischer hefur tapað tólf leikjum í þýsku 1. deildinni í röð og er sem stendur í 17. og næstneðsta sæti, fimmt stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru óleiknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert