Efnileg skytta til Hauka

Skarphéðinn Ívar Einarsson í Haukatreyjunni.
Skarphéðinn Ívar Einarsson í Haukatreyjunni. Ljósmynd/Haukar

Skarphéðinn Ívar Einarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild Hauka og gengur til liðs við félagið frá uppeldisfélaginu KA að yfirstandandi tímabili loknu.

Skarphéðinn Ívar er aðeins átján ára gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með KA í úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár.

Hann leikur í stöðu vinstri skyttu og á að baki fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.

„Það er mikil tilhlökkun að sjá Skarphéðin klæðast rauðri treyju á næstu leiktíð þar sem hann mun bætast í öflugan hóp leikmanna,“ sagði meðal annars í tilkynningu handknattleiksdeildar Hauka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert