Stórleikur í fyrstu umferð

Valur og FH mætast í 1. umferð.
Valur og FH mætast í 1. umferð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleikssamband Íslands hefur birti drög af leikjaniðurröðun í efstu og næstfestudeildum karla og kvenna í handbolta á næstu leiktíð sem hefst í september. Fyrstu leikir í karlaflokki eru 10. september og tveimur dögum síðar í kvennaflokki. 

Það er stórleikur strax í 1. umferð í karlalfokki er FH og Valur mætast í Kaplakrika. Hafa bæði lið verið í fremstu röð síðustu ár, en Valur er ríkjandi deildarmeistari. Mættust þau í bikarúrslitum á síðasta ári og hafði FH þá betur. 

Þá mætir Patrekur Jóhannesson, sem gerði Selfoss að Íslandsmeistara 2019, sínu gamla liði strax í 1. umferð en hann tók við Stjörnunni á dögunum. 

Fyrsta umferðin í karlaflokki: 
ÍR - ÍBV
FH - Valur
Afturelding - Þór Akureyri
Stjarnan - Selfoss 
Grótta - Haukar

Niðurröðunina má sjá á heimasíðu HSÍ

Í kvennaflokki mætast deildar- og bikarmeistarar fram HK á heimavelli í fyrstu umferð. ÍBV og KA/Þór mætast sömuleiðis en þau hafa styrkt sig mikið frá því á síðustu leiktíð. Þá mæta ríkjandi Íslandsmeistarar Vals Haukum á heimavelli. Loks mætast nýliðar FH og Stjarnan í garðabæ. 

Fyrsta umferðin í kvennaflokki: 
Fram - HK
ÍBV- KA/Þór
Valur - Haukar
Stjarnan - FH

Niðurröðunina má sjá á heimasíðu HSÍ. 

Sjálfstæðum liðum í 1. deild karla hefur fjölgað um tvö frá því í fyrra og eru nú sex af tíu liðum deildarinnar en voru fjögur á síðustu tímabili. Þá voru sex B-lið í deildinni en verða fjögur næsta vetur. HK, Fjölnir, Víkingur, Hörður, Kría og Vængir Júpíters eru öll í deildinni en Þróttur er hinsvegar ekki skráður til leiks. Þá eru B-lið Fram, Hauka, Selfoss og Vals í 1. deildinni, eða Grill 66-deild karla.

Í 1. deild kvenna, Grill 66-deildinni, eru níu lið í stað tólf áður. Sjálfstæð lið eru sex í stað sjö áður en lið Fjölnis og Fylkis hafa verið sameinuð. Í deildinni verða einnig Afturelding, Selfoss, Grótta, ÍR og Víkingur ásamt B-liðum Fram, HK og Vals.

Fram mætir HK og Valur og Haukar eigast við í …
Fram mætir HK og Valur og Haukar eigast við í 1. umferð í kvennaflokki. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert