Ómar Ingi með stórleik í Íslendingaslag

Ómar Ingi Magnússon var í stuði hjá Aalborg.
Ómar Ingi Magnússon var í stuði hjá Aalborg.

Ómar Ingi Magnússon átti afar góðan leik fyrir Aalborg sem vann SønderjyskE á útivelli í Jótlandsslag í danska handboltanum í kvöld, 30:22. 

Ómar skoraði níu mörk og var markahæstur í liði Aalborg. Janus Daði Smárason bætti við þremur mörkum. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark fyrir SønderjyskE. 

Búið er að skipta deildinni í þrennt: Efstu átta liðin eru nú í tveimur fjögurra liða millriðlum þar sem efstu tvö liðin tryggja sér sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn. Sæti 9-13 spila innbyrðis, þar sem neðsta sætið fellur úr deildinni. 

Kolding er eitt þeirra liða sem berjast um að halda sæti sínu í deildinni en liðið fór illa af stað og tapaði fyrir Nordsjælland á heimavelli, 35:32. Ólafur Gústafsson lék ekki með Kolding vegna meiðsla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert