„Geta ekki kallað sig stuðningsmenn félagsins“

Naby Keita á æfingu með landsliði Gíneu.
Naby Keita á æfingu með landsliði Gíneu. AFP/Issouf Sanogo

Naby Keita, leikmaður Werder Bremen í knattspyrnu karla, varð fyrir grófu kynþáttaníði af hendi stuðningsmanna liðsins eftir að hann neitaði að ferðast með liðinu í útileik gegn Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen  um liðna helgi.

Þegar Keita fékk veður af því að hann yrði ekki í byrjunarliði Bremen í leiknum ákvað hann að ferðast heim til sín í stað þess að fara með liðinu til Leverkusen og sitja á varamannabekknum.

Tökum skýra afstöðu

Í dag tilkynnti Bremen að félagið hafi sektað Keita og úrskurðað hann í bann út tímabilið. Stuttu síðar fann Bremen sig tilknúið að fordæma níð á samfélagsmiðlum í garð miðjumannsins.

„Við fordæmum harkalega þá kynþáttafordóma á samfélagsmiðlum sem hafa beinst að Naby Keïta. Afmennskandi ummæli samræmast ekki gildum SV Werder.

Allir þeir sem skrifa athugasemdir sem þessar geta ekki kallað sig stuðningsmenn félagsins okkar. Við tökum skýra afstöðu gegn kynþáttaníði!“ sagði í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert