Ronaldinho er hættur

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho hefur lagt skóna á hilluna, 37 ára gamall.

Ronaldinho hefur ekki spilað með atvinnumannaliði frá því hann lék með Fluminense í heimalandi sínu árið 2015 en þessi skemmtilegi knattspyrnumaður afrekaði ýmislegt á ferli sínum.

Hann varð heimsmeistari með Brasilíumönnum á HM 2002, varð Evrópumeistari með Barcelona árið 2006, ári eftir að hafa verið kjörinn besti knattspyrnumaður heims.

Frá Paris SG fór hann til Barcelona og lék með liðinu í fimm ár þar sem hann vann tvo Spánarmeistaratitla. Þá lék hann með AC Milan og varð meistari með því á Ítalíu 2011. Eftir það tímabil hélt hann heim á leið og lék með brasilísku liðunum Atletico Mineiro og Fluminense en í millitíðinni spilaði hann með liði Queretaro í Mexíkó.

Ronaldinho er hættur í boltanum.
Ronaldinho er hættur í boltanum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert