Snorri Steinn: Þú tekur ekkert símann af mönnum

Leikmenn íslenska liðsins eftir tapið gegn Ungverjalandi.
Leikmenn íslenska liðsins eftir tapið gegn Ungverjalandi. Ljósmynd/Kristján Orri

„Þetta er eitthvað sem ég er að melta og ætla að skoða,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Fyrsta sætinu.

Snorri Steinn, sem er 42 ára gamall, stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn á stórmóti á Evrópumótinu í Þýskalandi sem lauk á dögunum en Ísland hafnaði í 10. sæti á mótinu. 

Pressa hefur alltaf áhrif

Það er mikil pressa á íslenska liðinu þegar það tekur þátt á stórmóti og væntingarnar heima fyrir eru miklar og var Snorri Steinn meðal annars spurður að því hvort pressan væri að ná til leikmanna liðsins.

„Pressa hefur alltaf einhver áhrif á þig og þetta á að hafa áhrif á þig en þetta snýst líka um að standast hana,“ sagði Snorri Steinn.

„Þú tekur ekkert símann af mönnum og lokar á samfélagsmiðla en þetta snýst kannski meira um það hvernig þú ferð með hlutina og hvernig þú höndlar þá.

Það segir sig sjálft að ef þú stendur þig ekki og ert gagnrýndur þá hefur það áhrif á þig,“ sagði Snorri Steinn meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert