ÍBV gefst aldrei upp

Sigtryggur Daði Rúnarsson brýst í gegnum vörn FH í leiknum …
Sigtryggur Daði Rúnarsson brýst í gegnum vörn FH í leiknum í Kaplakrika. mbl.is/Óttar Geirsson

Elmar Erlingsson leikmaður ÍBV átti stórkostlegan leik í kvöld og skoraði sigurmark ÍBV sem vann FH í þriðju undanúrslitaviðureign liðanna í Kaplakrika.

Með sigrinum er staðan í einvíginu 2:1 fyrir FH og freista eyjamenn þess nú að sækja sigur á sínum heimavelli þann 1. maí og leika hreinan oddaleik í Kaplakrika í framhaldinu. Elmar skoraði 15 mörk í leiknum og var með 4 stoðsendingar.

Mbl.is ræddi við Elmar eftir leikinn og spurði hann hvað það væri helst sem hafi fært ÍBV sigurinn í kvöld.

„Við skoðuðum síðasta leik vel og greindum alveg í þaula og leystum þau vandamál sem voru í fyrstu tveimur leikjunum. Allt sem við lögðum upp með gekk upp. Vörnin var miklu betri í kvöld en í síðustu leikjum. Markverðirnir voru frábærir og við höfum alltaf talað um að ef vörnin og markvarslan er góð hjá okkur að þá erum við alltaf betri í sókninni."

Þetta var jafnt á öllum sviðum leiksins. Einhverjir veikleikar sem þið náðuð að notfæra ykkur í liði FH í kvöld?

Elmar Erlingsson skorar eitt af 15 mörkum sínum gegn FH …
Elmar Erlingsson skorar eitt af 15 mörkum sínum gegn FH í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

„Þeir eru mjög þéttir á Kára og við leitum alltaf mikið á hann. Við ákváðum að nota breiddina vel og hlupum í götin sem Kári skapar þegar hann er milli þristanna og það virkaði vel."

Það er sennilega ekki hægt að búast við að þú skorir 15 mörk í næsta leik. Hvað þarf ÍBV að gera til að koma þessari viðureign í hreinan oddaleik þann 1.maí?

„Strax eftir leikinn sem við töpuðum í Eyjum þá hugsuðum við aldrei að þetta væri búið og ÍBV gefst aldrei upp. Við viljum komast í hreinan oddaleik og sýna fólkinu í Eyjum að við gefumst aldrei upp. Við elskum að spila handbolta og ætlum að spila fleiri leiki en bara þann næsta á þessu tímabili." sagði Elmar í samtali við mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert