Enn eitt áfallið fyrir Vestra

Fatai Gbadamosi er lengst til vinstri
Fatai Gbadamosi er lengst til vinstri Eyþór Árnason

Fatai Gbadamosi, miðjumaður Vestra, er rifbeinsbrotinn og verður líklega frá í allt að þrjá mánuði af þeim sökum. Vestri er með sex stig í níunda sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu.

Enn einn lykilmaður Vestra er meiddur en Gbadamosi rifbeinsbrotnaði á æfingu liðsins í vikunni. Eiður Aron Sigurbjörnsson ristarbrotnaði gegn HK í fjórðu umferð og Morten Ohlsen Hansen hefur ekki spilað fyrir liðið síðan hann meiddist í fyrsta leik liðsins í deildinni gegn Fram.

Að auki sleit varnarmaðurinn Gustav Kjeldsen hásin undir lok síðasta árs en hann var einn besti leikmaður 1. deildarinnar á síðustu leiktíð þegar Vestri tryggði sér sæti í Bestu deildinni.

Vestri mætir KA í bikarkeppninni á þriðjudag en næsti leikur liðsins í deildinni er gegn tvöföldum meisturum Víkings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert