Steingeitin: Þú átt von á peningum

Elsku Steingeitin mín,

það er ekki hægt að segja annað en að lífið hafi verið upp og ofan síðustu vikur. Það er eins og þú hafir fundið fyrir ofboðslegri gleði og mátt vera stolt af svo mörgu, en þú átt það til að finna bara tómið í hjarta þínu.

Þú tekur að þér verkefni og ferð í baráttur sem þú ert ekki alveg 100% viss um að þú viljir. Það verður alls konar hneyksli og drama í kringum þig, en mundu að taka það ráð að vera alveg pollróleg og blanda þér ekki inn í nokkurn skapaðan hlut. Ef einhver kemur til þín og klagar einhverja manneskju fyrir að hafa sagt særandi hluti, skoðaðu þá hvort sú persónu sé virkilega vinur. Því við eigum ekki að vera boðberar illra tíðinda. Þér verða annað hvort gefnir peningar eða þú átt von á þeim, það verður einhvers konar brask í kringum þig sem mun heppnast vel.

Sigurinn er vís fyrir þá sem eru í prófum, keppnum eða framboði en þetta verður bara ljóst á síðustu metrunum. Þeir sem eru í þessu merki og eru að skapa, tónlist, myndlist eða leiklist þá eru stjörnurnar þeim hagstæð. Það kæmi mér ekki á óvart að ykkur yrði boðið erlendis eða boðið eitthvað sem fyllir ykkur gleði og bjartsýni fyrir lífinu. Við skulum hlúa að ástinni sem tengist fjölskyldunni, maka eða bara ástinni almennt og gera það án nokkurra skilyrða.

Það virðist svo margt hjá þér vera hörkupúl, allt of mikið að gera og of lítill tími til að sinna því sem virkilega skiptir máli. Þér mun ganga ofsalega vel á framatengdu brautinni, en þú skalt muna það að þú þarft að vera sjálfstæður og stjórna partýinu. Stundum er ekki alveg rétt að segja sannleikann eða hann er óþarfur, þú ert ekki beint að ljúga ef þú segir ekki neitt. Það verður misskilningur í kringum þig sem á eftir að hafa afleiðingar, en þú reddar þér út úr því eins og alltaf.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál