Steingeitin: Fjármálaheppni framundan

Elsku Steingeitin mín,

stundum er ágætt að fagna fyrirfram. Þú ert að fara inn í tímabil sem gefur þér góða lausn í fjármálum, nýja orku í sambandi við vinnu eða verkefni, svo það er tími til að fagna fyrirfram. Þegar þú hugsar með leiða og þunga um erfiða tíma sem þú gekkst í gegnum, þá stimplarðu inn að þig vanti meiri erfliðleika. Þó að þú sért dugleg og röggsöm, þá kunna ekki allir að meta það. Efldu sjáfstæði þitt að einhverjum hluta í því sem þú ert að gera. Því að þegar þú ert forstjórinn í þínu lífi og þeim framkvæmdum eða verkefnum sem þú ætlar í, þá ert þú á sama máli og forstjórinn. Þetta er tími sem gefur þér leið til þess að standa á þínum sterku fótum og að hjálpa sjálfri þér til þess að líða betur og í þessu öllu er líka mikilvægt að aðstoða aðra í því að líða vel.

Þér hefur þótt það erfitt að öllu jöfnu ekki fá það hrós sem þú átt skilið. Láttu það samt ekki skipta þig neinu, klappaðu þér sjálfri á bakið og hrósaðu svo öðrum.

Í kringum miðjan mánuðinn gerist eitthvað svo magnað sem hjálpar þér og það verður hárrétt tímasetning, því allt er eins og það á að vera.

Það verður visst uppgjör í kringum fólk eða manneskjur í kringum þig og það er eitthvað sem verður að gerast. Með öllum þínum krafti sem þú átt skaltu nýta fyrir sjálfa þig svo að þú haldir jafnvægi. Þegar líða tekur lengra fram á vorið muntu sjá að það var þetta sem þurfti að gerast. Að sjálfsögðu ertu vanmáttug þó þú sért góð í að leysa flestallt, þá þarf stundum að sleppa tökunum á einhverri manneskju eða manneskjum. Þó þú skynjir að þú hafir orðið fyrir einhverskonar árás af þeirra hálfu er það þeirra vitleysa, ekki þín. Það er svo mikil útgeislun hjá þér að það sem þú elskar mun sogast að þér.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál