Hlýjustu tólf mánuðir frá mælingum

Meðalhitastig mældist 1.5 gráðum hlýrra en það var fyrir iðnbyltingu …
Meðalhitastig mældist 1.5 gráðum hlýrra en það var fyrir iðnbyltingu síðustu 12 mánuði AFP

Árið 2023 var hlýjasta ár sögunnar samkvæmt mælingum. Meðalhitastig mældist 1,5 gráðum hlýrra en það var fyrir iðnbyltinguna. Óveður, þurrð og eldsvoðar tíðkuðust oft árið 2023 sökum fyrirbærisins El Nino.

Frá þessu greinir Kópernikusverkefnið, sem er starfar á vegum Evrópusambandsins.

Losun jarðefnaeldsneytis heldur áfram að hækka og ef ná eigi 1,5 gráða mörkum Parísarsamningsins þarf sú losun að skerðast um helming fyrir árið 2030. Ef losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu verði ekki minnkuð í núll hið bráðasta, mun jörðin fljótt fara langt yfir mörk Parísarsamningsins.

Meðalhiti sjávar hækkar

Sjávarstraumurinn El Nino á Kyrrahafinu heldur áfram að veikjast sem hækkar meðalhita Kyrrahafsins og þar af leiðandi hlýnun á heimsvísu.

Stöðug hækkun hitastigs sjávar þýðir meiri raki í lofthjúpnum sem orsakar áframhaldandi dyntótts veðurfars á jörðinni, eins og ofsa vind og rigningu.   

Hlýnun heldur áfram í nýtt ár

Nýliðinn janúar er áttundi mánuðurinn í röð sem mældist sá hlýjasti frá byrjun mælingar eða 1,66 gráðum hlýrra en á árunum 1850 til 1900.

Hiti mældist yfir meðaltal í norðvestur Afríku, Miðausturlöndum, Mið Asíu, austur Kanada og suður Evrópu. En undir meðaltali í Norður-Evrópu, Vestur-Kanada og miðríkjum Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert