Afstaða fær að sinna félagslegri ráðgjöf

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Í vikunni fékk Afstaða, félag fanga á Íslandi, rekstrarleyfi frá Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála til að sinna félagslegri ráðgjöf. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

„Eitt af aðalstarfi félagsins er að veita þeim sem eru með tengingu við réttarvörslukerfið og fjölskyldum þeirra ráðgjöf og stuðning á jafningjagrundvelli. Með þessu leyfi þá er það ákveðin viðurkenning á okkar góða starfi en félagið leggur sig fram við fagleg vinnubrögð og leggur áherslu á félagslega ráðgjöf, stuðning, batamiðaða nálgun, þjónandi leiðsögn og skaðaminnkun,“ segir í tilkynningunni.

Áhersla félagsins er að fækka endurkomum í fangelsi, glæpum og fordómum í samfélaginu.

„Þetta eru mikil tímamót fyrir okkur og vettvangsteymi okkar sem er byggt upp af okkar sérfræðingum sem eru bæði fyrrverandi fanga sem og fagfólk úr heilbrigðiskerfinu, sem saman sinnir allt að 2500 málum árlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert