Segir lendinguna sögulega

Þessi mynd var með þeim fyrstu sem farið sendi frá …
Þessi mynd var með þeim fyrstu sem farið sendi frá sér á Mars. AFP

Eftir sjö mánuði á ferð um geiminn lenti Perseverance, könnunarfar NASA, á plánetunni Mars í gær.

„Lending staðfest,“ sagði verkefnisstjórinn Swati Mohan klukkan 15.55 að staðartíma í Pasadena í gær, eða 20.55 að íslenskum tíma, og í kjölfarið brutust út fagnaðarlæti í kringum hana í aðgerðastjórn NASA í borginni.

Raunar hafði farið lent á rauðu plánetunni að minnsta kosti ellefu mínútum áður, eða sem nemur tímanum sem útvarpsmerkið þurfti til að berast aftur til jarðar.

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir atburðinn sögulegan.

„Í dag sannaðist enn og aftur að í krafti vísinda og bandarísks hugvits, þá er ekkert handan hins mögulega.“

Emmanuel Macron Frakklandsforseti fylgdist líka með í húsakynnum frönsku geimvísindastofnunarinnar.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti fylgdist líka með í húsakynnum frönsku geimvísindastofnunarinnar. AFP

Reyna að vinna súrefni á Mars

Helsta verkefni könnunarfarsins er að safna þrjátíu jarðvegssýnum sem senda á til jarðar einhvern tíma eftir um áratug.

Perseverance er á stærð við góðan jeppa, vegur um tonn, og er útbúið tveggja metra löngum armi, nítján myndavélum, tveimur hljóðnemum og fjölda annarra vísindatækja sem koma eiga að gagni við könnun reikistjörnunnar.

Þá verðar gerðar til­raun­ir með að vinna súr­efni úr loft­hjúpi Mars og leitað að auðlind­um sem gætu gagn­ast fólki þegar þangað er komið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert