Mölflugur herja á gamla muni

M0lflugur geta reynst skæðar.
M0lflugur geta reynst skæðar. Ljósmynd/By Olaf Leillinger

Antikhúsgögn og gömul vefnaðarvara eins og veggteppi og reflar sem gjarnan eru í gömlum húsum í Englandi liggja undir skemmdum því mölflugur herja á þennan varning og éta. Síðustu fimm ár hefur mölflugum fjölgað talsvert sem mögulega má rekja til hækkandi hitastigs.

Einnig hefur ný tegund fundist af þessum meindýrum sem vita fátt betra en að éta gömul ullarteppi. BBC greinir frá.     

Rannsakendur leita til almennings og óska eftir aðstoð til að kortleggja útbreiðsluna. Mölflugan flýgur eingöngu þegar það er nógu heitt og sólin skín en þess á milli verpir hún eggjum í ull, fjaðrir og skinn.

Á þessum tíma opna fleiri söfn í Bretlandi þar sem gamlir munir eru til sýnis og vilja rannsakendur gera allt sem þeir geta til að hefta útbreiðsluna. 

Eina leiðin til að losna við mölflugur er að frysta eggin í að minnsta kosti tvær vikur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert