„Tap Framsóknarflokksins í Hafnarfirði hluti af einhverju stærra"

Sigurður Eyþórsson efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði hlaut 2,8% við fyrstu talningu og telur sjálfur ekki líklegt að hann komist inn í þessum kosningum frekar en fyrir fjórum árum. „Það þarf ansi mikið að breytast til þess," sagði Sigurður.

„Samkvæmt birtum tölum er Framsóknarflokkurinn að tapa fylgi víða um land þetta getur verið hluti af einhverju stærra, að minnsta kosti er ekki verið að refsa okkur fyrir nein slæm verk í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar," sagði Sigurður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert