Óskar Bergsson í 2. sæti á lista Framsóknarflokks

Óskar Bergsson.
Óskar Bergsson.

Óskar Bergsson, húsasmíðameistari, verður í 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í maí samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar. Óskar endaði í 3. sæti í prófkjöri flokksins en Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi, sem varð í 2. sæti í prófkjörinu, ákvað að taka ekki það sæti á listanum. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sem sigraði í prófkjörinu verður efstur á lista framsóknarmanna.

Verið er að kynna það núna á blaðamannafundi hvernig efstu sæti listans verða skipuð. Marsibil J. Sæmundardóttir, varaborgarfulltrúi, verður í 3. sæti listans og Ásrún Kristjánsdóttir, hönnuður, í 4. sæti, en þær lentu í 4. og 5. sæti í prófkjörinu.

Endanlegur listi yfir 30 frambjóðendur verður lagður fyrir kjördæmaþing í næstu viku til staðfestingar.

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert