Sendi barni ítrekað kynferðislegar myndir

Maðurinn sendi myndirnar í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat.
Maðurinn sendi myndirnar í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat. AFP

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot með því að hafa ítrekað sent stúlku kynferðislegar myndir. 

Maðurinn er ákærður til vara fyrir blygðunarsemisbrot og barnaverndarlagabrot. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. 

Ljósmyndirnar sendi maðurinn frá desember árið 2021 fram til 10. janúar árið 2022.

Myndirnar sýndu beran getnaðarlim mannsins og voru sendar í gegnum samskiptaforritið Snapchat. 

„Með háttsemi sinni særði hann blygðunarsemi hennar og sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi,“ segir í ákærunni. 

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá hefur móðir stúlkunnar krafist þess fyrir hönd dóttur sinnar að maðurinn greiði henni 1,5 milljónir króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert