Gera ráðstafanir til að vernda fólk

Sóltún.
Sóltún. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum að vinna að aðgerðaáætlun um hvernig við munum stýra starfseminni meðan á framkvæmdunum stendur,“ segir Halla Thoroddsen forstjóri Sóltúns í samtali við Morgunblaðið.

Fyrir höndum eru breytingar og endurbætur á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sem ætlað er að taki 18-24 mánuði, en þær eru á forræði fasteignafélagsins Regins. Þær felast í stækkun hjúkrunarheimilisins með því að lengja álmur byggingarinnar sem og að byggð verður ný hæð ofan á heimilið.

Í grein í Morgunblaðinu í gær sem tveir læknar skrifa, en þeir eru báðir aðstandendur vistmanna hjúkrunarheimilisins, lýsa þeir áhyggjum sínum af því að framkvæmdunum muni fylgja hávaði og rask.

„Heilabilaðir sjúklingar eru sérstaklega næmir fyrir hávaða og ónæði, m.a. vegna þess að þeir gera sér ekki grein fyrir orsökum og venjast ekki áreiti vegna minnisleysis,“ segir m.a. í greininni.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert