Ójafnvægi vegna mismunandi núnings í gosrásinni

Á myndinni má sjá nyrsta gíginn fyrir miðri mynd með …
Á myndinni má sjá nyrsta gíginn fyrir miðri mynd með hrauntjörnina í forgrunni. Skjáskot/Facebook/Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá, Háskóli Íslands

Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands hefur birt mynd frá því í gær af gígasvæðinu og hrauntjörninni við gosstöðvarnar. „Stórfenglegt“ var að sjá mismunandi hraunyfirborð eftir staðsetningu.

Á myndinni má sjá nyrsta gíginn fyrir miðri mynd með hrauntjörnina í forgrunni. Þar má sjá bratta veggi tjarnarinnar. Hraun rennur frá hægri til vinstri séð frá þessu sjónarhorni.

„Stórfenglegt var að sjá að hraunyfirborðið í gígunum er mismunandi frá nyrsta til syðsta gígs,“ að því er segir í tilkynningu á Facebook.

„Því rennur hraun frá nyrsta gígnum inn í minni gígana til vinstri á mynd. Slíkt ójafnvægi má skýra með mismunandi núning í efsta hluta gosrásar gíganna er aftur tengist vökvafræðilegum eiginleikum kvikunnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert