Lækka vexti hraðar ef snögg kólnun verður

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir íslenskt hagkerfi standa styrkum fótum þótt verðbólga hafi reynst þrálát. Lítil skuldsetning sé í kerfinu, sparnaður hafi aukist hröðum skrefum og bankarnir vel fjármagnaðir. Hann er gestur nýjasta þáttar Spursmála og ræðir þar meðal annars þær áhyggjur sem víða heyrast að þumalskrúfa Seðlabankans, stýrivextirnir, sé farin að þrýsta um of á hagkerfið.

Orðaskipti hans við þáttastjórnanda má sjá í spilaranum hér að ofan en einnig er hægt að lesa þau í textanum hér að neðan:

Eruð þið ekki orðin hrædd um að það verði snögg kólnun, og við reyndar sjáum það að hagvöxturinn fer mjög minnkandi. Getur ekki verið að þið séuð að rífa og hart í bremsuna þegar stýrivextirnir valda því að lítil og meðalstór fyrirtæki eru farin að borga 17% vexti af sinni fjármögnun inni í bankakerfinu?

„Jú það er alveg rétt. Sú hætta er alltaf fyrir hendi.“

Er ekki erfitt að vinda ofan af því þegar þú ert kominn með þá stöðu sem þú nefnir að sé komin upp í Evrópu, þ.e.a.s. háa stýrivexti og verðhjöðnun eða samdrátt?

Einkaneyslan ekki eins mikil

„Við munum væntanlega sjá það sko en ég vil samt segja það að þótt ég hafi talað um síðustu mælingar. Við erum að sjá aðlögun í þjóðarútgjöldum, þ.e. að einkaneysla er að minnka. Fólk er byrjað að spara.“

Seðlabankinn malar eins og köttur þegar hann heyrir sparnað, er það ekki?

„Jú. Við erum t.d. að sjá að það eru farnir að safnast fyrir peningar í bönkunum. Lausafjárstaða þeirra er að hækka verulega því fólk er að leggja peninga inn í bankana en ekki eyða þeim. Við erum að sjá útflutning hækka verulega, við erum að sjá viðskiptaafgang. Þannig að þetta er á réttri leið og það kanna t.d. að vera með ferðaþjónustuna að hún rak að einhverju leyti áfram hagvöxt á síðasta ári og árin þar á undan. En ég tel að mögulega verði ekki eins mikill vöxtur hjá ferðaþjónustunni á þessu ári, og það er ekki aðeins vegna aðstæðna á Íslandi heldur bara almennt séð held ég að ferðalög fólks séu að fara að minnka. Það ákváðu allir að ferðast eftir Covid. Og það er alveg möguleiki að hagkerfið kólni hraðar.“

Seðlabankinn hefur haldið stýrivöxtum í 9,25% frá því í ágúst …
Seðlabankinn hefur haldið stýrivöxtum í 9,25% frá því í ágúst síðastliðnum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hægt að lækka vextina hraðar

Og hvað gerið þið þá?

„Þá bregðumst við bara hraðar við með því að lækka vexti hraðar. Hins vegar það sem er líka er að Ísland er ekki skuldsett. Ég veit að ástandið er mismunandi milli atvinnugreina en íslensk fyrirtæki eru tiltölulega vel fjármögnuð. Ég veit að sum fyrirtæki urðu fyrir miklu áfalli í covid, eins og ferðaþjónustan. Sem þurftu að þola mjög erfiða tíma en Ísland er ekki skuldsett. Sem er bæði vont og gott. Peningastefnan gengur út á að gera það dýrt að taka lán. Þannig að hagkerfið er tiltölulega sterkt. Það eru gríðarlega mikil tækifæri sem eru til staðar.“

„En ég veit að það er þessi, þegar maður tekur ákvörðun, eða við sem gerum það, það er heild nefnd sem gerir það. Þá er ákvörðun mögulega röng og mögulega þarf að bregðast við. Stýrivextir hafa þann kost að það er hægt að breyta þeim tiltölulega fljótt, þetta er tiltölulega auðveld aðgerð. Miðlunin er góð. Bankakerfið hefur eflst mjög mikið.“

Ásgeir Jónsson er nýjasti gestur Spursmála.
Ásgeir Jónsson er nýjasti gestur Spursmála. mbl.is/María Matthíasdóttir

Miðlunin er ekki síst góð út af óverðtryggða hlutanum.Þið hélduð því lengst af fram að það væri mjög gott að við værum öll að færa okkur í óverðtryggð lán því þá myndi miðlunin aukast eða vera virkari. En þegar fólk tók að færa sig aftur í verðtryggð lán þá birtuð þið grein og sögðuð að það skipti engu máli, það væri alveg jafn mikil miðlun í verðtryggðu lánunum og nú er þjóðin að færa sig, sérstaklega á húsnæðismarkaðnum yfir í verðtryggða hlutanum. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir seðlabankastjóra sem hefur talað mjög fyrir góðum áhrifum þess að vera í óverðtryggðu hagkerfi?

„Ég sjálfur persónulega hefði viljað sjá Ísland fara í óverðtryggð lán.“

Það er ekki að ganga eftir.

„Við skulum sjá til. Ef  við náum núna verðbólgunni niður núna með ótvíræðum hætti þá mun það gerast.“

Segir þetta ekki tilraun númer tvö

Það er þá tilraun tvö.

„Ja, ég er ekki sammála. Þegar ég varð seðlabankastjóri sem eru komin fjögur, fimm ár síðan þá voru allir í verðtryggðu og að einhverju leyti var þetta eitthvað lag í gegnum Covid, vaxtalækkanirnar en líka ákveðnir hlutir sem við hliðruðum til fyrir bankana til að þeir gætu farið í óverðtryggð lán. Og nú erum við að sjá bankakerfi sem er í rauninni búið að taka lánin til heimilanna og miklu kröftugri bankar. Vaxtamunur á húsnæðislánum hefur minnkað verulega í kjölfarið. Og þessar stofnanir, ekki síst bankarnir þrír eru komnir með lán heimilanna, þeir eru farnir m.a. að fjármagna sig erlendis með sértryggðum útgáfum. Það er þá kominn sterkur grunnur til þess að við getum byggt upp nafnvaxtakerfi til framtíðar. Vonandi að geta lengt í. Það eina sem við þurfum að gera er að ná verðbólgunni niður. Þá mun þetta gerast. En auðvitað ef við náum ekki verðbólgunni niður þá förum við aftur í verðtryggt kerfi. Og ef ég tala um verkalýðshreyfinguna og þetta er að einhverju leyti það sme ég hafði séð fyrir mér að þegar öll heimilin væru komin í nafnvaxtalán þá myndi það skapa mikinn þrýsting á verkalýðshreyfinguna að semja þannig að það væri hægt að lækka vexti og það var það sem gerðist því að ég held að öll orðræðan í kringum kjarasamninga var bara með réttum hætti. Það er verið að tala um hluti...“

Það er allt annað hljóð í strokknum.

„Já sem er mjög gott. Ég held að það hafi stafað af því að fólk var komið í nafnvaxtalán. Þessi verðtryggðu lán voru bara þannig að verðbólgan flaut einhvern veginn í gegn.“

Viðtalið við Ásgeir Jónsson má sjá og heyra í heild sinni hér fyrir neðan:

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert